
Nafn? Orri Freyr Þorkelsson
Hvenær varstu í Áslandsskóla? Á árunum 2005 til 2015
Hver var umsjónarkennarinn þinn?
Þeir voru nokkuð margir, ég var með 5 umsjónarkennara yfir alla skólagönguna mína. En ég endaði með hann Garðar í 10.bekk.
Hver var eftirminnilegasti kennarinn? Ég myndi segja að það hafi verið þau Halldóra Lára Benónýsdóttir og Pétur Ingvarsson
Hvað er uppáhalds minningin þín í Áslandsskóla? Þær eru ótrúlega margar það er nokkuð erfitt að velja eitt hvað eitt. En svona að mínu mati stendur upp úr þegar við fórum til Danmerkur í 9.bekk það var mjög skemmtileg ferð. Einnig var það magnað þegar Andri Scheving söng Dont stop me now með Queen á sameiginlegri morgunstund.
Ertu ennþá í sambandi við vini þína úr Áslandsskóla? Já og mjög góðu sambandi. Nokkrir af mínum bestu vinum voru með mér í Áslandsskóla, framhaldsskóla og í handbolta. Við erum enn þann dag í dag í mjög góðu sambandi og hittumst eða heyrumst reglulega.
Hvaða framhaldsskóla fórstu í? Ég fór í Flensborgarskólann í Hafnarfirði og mæli með honum.
Hvað ertu með marga fylgjendur á instagram? Einsog staðan er í dag 1.070 @orrifreyr
Finnst þér að Áslandsskóli hafi hjálpað þér að komast þangað sem þú ert í dag? Já ekki spurning, þetta eru 10 ár af lífi mínu sem er nokkuð stór partur og það var ótrúlega margt sem maður lærði á þessum tíma. Bæði námslega og felagslega. Ég var í mjög góðum árgang sem mér þykir ótrúlega vænt um enn þann dag í dag.
Hvað vinnur þú við eða gerir í dag? Ég er atvinnumaður í handbolta og spila í Noregi. Einnig er ég á þriðja ári í Íþróttafræði í HR